top of page
Framleiðsla raftækja
Á hverju ári eru tekin í notkun mikið magn af nýjum raftækjum hvort sem það eru snjallsímar, tölvur, sjónvörp eða venjuleg heimilistæki. Flest öllum raftækjum er hent þegar ný raftæki koma út og þau gömlu verða úrelt. Talið er að um 20-50 milljónir tonna af rafrænum úrgangi séu framleidd á ári og hefur þetta verið svona um árabil.
Gömul raftæki sem eru orðin úrelt fara í endurvinnslu en þó ekki öll. Í flestum tilvikum eru þau send í bræðslu og enda því miður sem hluti af landfyllingu. Þetta veldur því að það eru meiri líkur á að spilliefni endi í umhverfinu og geta haft slæm áhrif..
Margt fólk ákveður að geyma gömlu farsímana sína heima hjá sér og í Bretlandi er talið að um 90 milljón farsímar séu geymdir með þessum hætti.
bottom of page