top of page

Farsímar

Til eru farsímar sem eru umhverfisvænir og til þeirra telst meðal annars iPhone þar sem hann er svo fjölþættur. Hann er ekki bara sími hann er líka tónlistarspilari, dagatal, stafræn myndvél, dagbók, GPS tæki, tölvupósturinn þinn, reiknivél og vafri svo að eitthvað sé nefnt. Þetta á ekki bara við um iPhone heldur einnig um flest alla snjallsíma.

 

Samsung hefur verið að gera gott þegar það kemur að umhverfisvænum símum, Þar má nefna Samsung Galaxy Exhilirate og Samsung Evergreen.

 

En hvað gerir þessa síma svona umhverfisvæna?

Samsung Galaxy Exhilirate er framleiddur úr 80% endurunnu efni, hann sinnir margvíslegum hlutverkum eins og iPhone og svo fylgir honum kraftmikið hleðslutæki.

Samsung Evegreen er einnig gerður úr endurunnum efnum en ekki bara síminn sjálfur sem gerður er úr 70% endurunnu efni heldur einnig pakkningin utan um símann sem er gerð úr 80% endurunnum pappír. Ekki nóg með það heldur er hleðlutækið vottað frá Energy Star þar sem það segir hvenær síminn er fullhlaðinn.

 

Síðan er að nefna Micromax's X259 en rafhlaða Micromax's X259 er knúin af rafhlöðu sem gengur út af sólarorku.

Í flest öllum farsímun er að finna E-úrgang sem er eitt stórt heiti yfir hundruði eitraðra efna, sem dæmi má nefna blý, króm og logavarnarefni.

 

Eitraðir málmar í farsímum

 

  • Blý

  • Arsenik

  • Kvikasilvur

  • Kadmín

 

  • Selen

  • Króm

  • Logvarnarefni

Í öllum þessumn raftækjum er hægt að finna einhvers konar spilliefni. Þessi efni geta valdið skaða í umhverfinu ef tækjunum er ekki eytt á réttan hátt.  Einn svona farsími sem inniheldur þetta efni getur mengað rúmlega 600.000 lítra af vatni sem er þriðjungi af stærð sundlaugar sem notað er á Ólympíuleikum.

Farsíma

Endurnyýting & endurvinnsla

 Lokaverkefni Breiðholtsskóla 2016

bottom of page