Tækniframfarir
Það hafa orðið miklar tækniframfarir á undanförnum árum og því úreldist rafbúnaður mjög fljótt. Fólk hendir fleiri þúsund tonnum af raftækjum á ári og með því leysist út umhverfisspillandi efni eins og blý, kvikasilfur og króm. Til að koma í veg fyrir þetta er afar mikilvægt að setja tækin í endurvinnslu eða farga þeim á umhverfisvænan hátt í stað þess að henda þeim í venjulegt sorp því það stefnir mannkyninu og dýraríkinu í hættu.
Sagt er að farsímanotendur skipti um síma að meðaltali á 18 mánaða fresti. Þó svo að fólk skipti svona oft um síma þýðir það ekki að gamli síminn sé ónýtur. Sumir hlutar af símanum eru alveg heilir og hægt er að nýta þá á ýmsan hátt. Í sumum símum finnst lítið magn af t.d. hvítagulli, silfri, gulli og kopar sem hægt er að nota í skartgripagerð og jafnvel aðra síma. Einnig er hægt að endurnýta flest allt úr farsímum eins og plast en annað er sent í endurvinnslu.
Það eru fyrirtæki sem taka á móti símum til endurvinnslu og þar getur farsíminn eignast nýtt líf. Má þar nefna Símann og Grænir símar.
Fyrirtækið Græn framtíð sér um fluttning á símtækjunum til vottaðra endurnýtingarfyrirtækja um allan heim.
Græn framtíð leggur gríðarlega mikla áherlsu á endurnýtingu, meðhöndlun rafeindarúrgangs á réttan hátt og endurvinnslu með löggiltum aðilum sem hafa umhverfisvottaðan búnað sem er samþykktur af Evrópusambandinu.