top of page

Staðreyndir

Hér eru nokrar staðreyndir um rafrænan úrgang sem þú munt finna áhugaverðar og viðvarandi:

 

  • Við myndum um 40 milljón tonn af rafrænum úrgang á hverju ári, um allan heim. Það er eins og að henda 800 fartölvum á hverri sekúndu.

  • Farsímanotendur skipta út símum sínum að meðaltali á 18 mánaða fresti.

  • E-úrgangur samanstendur 70% af heild spilliefna okkar.

  • Aðeins 12,5% af e-úrgangi er endurunnið.

  • Aðeins 85% af E-úrgangi okkar er sent til urðunar og brennslu og er að mestu leyti brennt, og gefa þeir út frá sér skaðleg eiturefni sem fara út í loftið!

  • Raftæki innihalda blý sem getur skaðað miðtaugakerfið okkar og nýru.

  • Ein algengustu hættulegu rafrænu tæki eru LCD tölvuskjáir, LCD sjónvörp, plasma sjónvörp, sjónvörp og tölvur með bakskautslampa.

  • E-úrgangur inniheldur hundruð eitraðra efna sem fela í sér kvikasilfur, blý, arsen, kadmíum, selen, króm, og logavarnarefni.

  • 80% af e-úrgangi í Bandaríkjunum og flestum öðrum löndum eru flutt til Asíu.

  • 300 milljónir tölva og 1 milljarður farsíma eru framleidd á hverju ári. Gert er ráð fyrir 8% vexti á ári.

     

     

     

     

     

     

     

     

  • Rannsóknir sýna að það séu u.þ.b 30% manna sem vita enn ekki hvernig ætti að endurvinna/endurnýta gamla síma.

  • Símar geta t.d verið gefnir  til góðgerðarmála eða settir í endurvinnslu. Fyrirtækið ,,O2 Recycle’’ á heimsmetið í að safna sem mestum símum á einni viku til þess að endurvinna. Fyrirtækið náði að safna um 10.000 símum á einni viku og peningar sem söfnuðust runnu beint til góðgerðarmála.

  • Samkvæmt rannsóknum nota 93% af íbúum heimsins farsíma.

  • Þótt fólk noti símana sína einungis í um 18 mánuði eiga farsímar að ,,lifa’’ í um 7 ár eða 84 mánuði .

  • Með því að setja símana í endurvinnslu geta símarnir verið endurnýjaðir og sendir til þróunarlanda svo að fólkið þar geti endurnýtt símana. Einnig er hægt að gá hvort að símar sem eru bilaðir gætu verið lagaðir og ef þeir eru ónotaðir er hægt að finna einhvern vin eða ættingja sem vill nota símana.

  • Ef símar eru brotnir niður á réttan hátt getum við endurunnið efni á borð við nikkel, plast og gull svo eitthvað sé nefnt.

  • Það er talið að hver og einn farsími innihaldi 0.2g af gulli. Þá geta t.d 100 milljónir ónotaðir símar framleitt um 20 tonn eða 20.000kg af gulli. Þetta er reyndar bara brota brot af gulli sem er framleitt á hverjum degi en þetta er þó eitthvað.

  • Með því að fara með ónotaða síma í endurvinnslu getum við t.d dregið úr magni efna sem við tökum daglega frá jörðinni.

     

     

     

     

     

     

     

     

     

Farsíma

Endurnyýting & endurvinnsla

 Lokaverkefni Breiðholtsskóla 2016

bottom of page