top of page

Hvað er endurnýting?

Endurnýting er þegar partur úr gömlum hlut sem hætt er að nota eða sem hefur skemmst er nýtt í nýjan hlut.

Það er hægt að endurnýta allt mögulegt, allt frá plasti upp í ónýta síma. Endurvinnsla og endurnýting er stór og mikilvægur þáttur til að koma í veg fyrir mengun á jörðinni. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og þess vegna er endurnýting mikilvæg. Með endurnýtingu minnkum við einnig losun skaðlegra efna sem valda gróðurhúsaáhrifunum.

Hvert fara raftækin sem við endurnýtum?


Græn framtíð sér um flutning á raftækjum til endurnýtingar í samvinu við söluaðila raftækja hér á landi og allar viðgerðir á raftækjum fara fram hjá vottuðum fyrirtækjum í iðnríkjum þar sem þau eru prófuð og seld til þróunarlanda. Ódýrara er að kaupa endurunnin tæki og því koma þau tæki að góðum notum í þeim löndum. Endurnýttir farsímar og tölvur koma að notum í eflingu og uppbyggingu á innviðum samfélaga þróunarrikja. Endurnýting er ávalt jákvæð og þá sérstaklega fyrir framlag iðnríkja í stað þess að flytja úrgang til þess heimshluta eins og áður hefur verið gert.

 

Það er í rauninni hægt að nýta mikið úr raftækjum, jafnvel þótt að raftækin séu skemmd og líti út fyrir að gera ekkert gagn lengur.

Farsíma

Endurnyýting & endurvinnsla

 Lokaverkefni Breiðholtsskóla 2016

bottom of page